
Þjónusta
Hluti af því sem við bjóðum upp á
Verjanda og réttargæslustörf
Á stofunni starfa margir lögmenn sem hafa sérhæft sig á sviði verjanda og réttargæslustarfa. Hvort sem þú sért sakaður/sökuð um afbrot eða hafir orðið fyrir broti þá getum við aðstoðað þig að komast í gegnum það. Hjá okkur er áralöng reynsla í sakamálum og þú verður í góðum höndum hjá okkur.
Einkamál
Juvo lögmenn leggur sérstaka áherslu á að greina þarfir, vandamál og lögfræðileg álitaefni hjá viðskiptavinum okkar með það að leiðarljósi að veita árangursmiðaða þjónustu og skila jákvæðri niðurstöðu. Markmiðið er alltaf að bæta hag og hagsmuni okkar viðskiptavina og mæta þeirra þörfum og óskum með heiðarlegu og einlægu samstarfi. Við förum alltaf alla leið með þér í einkamálum á öllum dómstigum og utan réttarsalsins.
Fyrirtækja og verktakaráðgjöf
Margir lögfræðingar okkar búa yfir víðtækri reynslu og menntun á sviði viðskipta og rekstri fyrirtækja. Bjóðum við því upp á sjálfstæða þverfaglega ráðgjafaþjónustu við stofnun og rekstur fyrirtækja.
Barnaverndarmál
Allir lögmenn stofunnar búa yfir víðtækri þekkingu á barnaverndarmálum og hafa starfað við það til margra ára. Endilega hringið til okkar og leyfið okkur að aðstoða þig.