Juvo lögmenn hafa um árabil sérhæft sig í sakamálaréttarfari og hafa komið að mörgum af stærstu sakamálum síðustu ára. Þá hefur stofan samhliða sérhæft sig í réttargæslu brotarþola í sakamálum auk þess að hafa um árabil sérhæft sig í forsjár og barnaverndarmálum auk annarra mála á sviði lögfræðinnar. Hjá Juvo lögmönnum má finna sérfræðing í flestum sviðum lögfræðinnar en stofan hefur einbeitt sér að því að víkka út sérhæfingu sína undafarin ár.
Juvo lögmenn var stofnað árið 2013 en árið 2022 sameinuðust þrjár lögmannstofur undir nafni Juvo lögmanna í því skyni að styrkja sérhæfingu stofunnar. Juvo lögmenn hafa allt frá upphafi lagt metnað í að hvert mál sé unnið af fagmennsku, heiðarleika og trúnaðar og að hagsmunir viðskiptavina séu í fyrirrúmi.